Nýjast á Local Suðurnes

Vísbendingar um að eldgos sé að hefjast við Keili

Mynd: Visit Reykjanes

Óróapúls hófst klukkan 14:20 í dag og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Hann er staðsettur suður af Keili við Litla Hrút. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. 

Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. Unnið er að nánari greiningu.

Almannavarnir hafa boðað upplýsingafund vegna stöðunnar sem upp er komin og hefst hann klukkan 16.