Nýjast á Local Suðurnes

Ung móðir af Suðurnesjum olli usla í stórverslun í Bandaríkjunum

Ung kona, ættuð af Suðurnesjum en búsett í Bandaríkjunum, lenti í ansi óskemmtilegri lífsreynslu á dögunum, þegar hún var að gera vikuinnkaupin í einni af verslunum Walmart í Flórídafylki.

Konan sem er þriggja barna móðir á fertugsaldri og vildi ekki að nfn sitt kæmi fram, opnaði símann sinn þar sem hún stóð í röð við kassa í versluninni og beið eftir afgreiðslu. Ekki vildi betur til en svo að við henni blasti myndin sem sjá má hér fyrir neðan – Og það sem verra er, myndin blasti einnig við konu einni sem stóð við hlið hennar.

“Ég opnaði bara símann og við blasti þessi mynd (sjá í viðhengi) og það bara varð allt vitlaust. Konan fyrir aftan mig í röðinni missti sig aðeins, þannig að allir við kassana litu við og reyndu að líta á skjáinn hjá mér.” Segir konan meðal annars í skilaboðum sem hún sendi á ritstjórn Skrýtið.net.

Þá segir konan að starfsmenn verslunarkeðjunnar hafi þurft að grípa inní og róa konugreyið.

Það er rétt að vara við myndinni sem olli uppnámi í þessari erlendru stórverslun, en hún er í grófari kantinum og ekki birtingarhæf á héraðsfréttamiðli, en þeir sem náð hafa 18 ára aldri og eru ekki viðkvæmir fyrir myndbröndurum í grófari kantinum geta smellt hér.