Nýjast á Local Suðurnes

Fullbókað í samþætt atvinnuflugmannsnám hjá Keili

Mikil ásókn er í flugnám hjá Keili og er nú fullbókað í báða bekkina í samþættu atvinnuflugmannsnámi Flugakademíu Keilis sem hefjast 14. september og 26. október næstkomandi. Stefnir í að nemendafjöldi í atvinnuflugmannsnámi hjá skólanum verði sá mesti frá upphafi en mikil aukning hefur verið í flugnám á undanförnum árum.

Enn eru laus pláss í samþætt atvinnuflugmannsnám hjá Keili sem hefst 6. janúar 2016 og eru áhugasamir hvattir til að sækja um sem fyrst, segir í tilkynningu frá skólanum.