Nýjast á Local Suðurnes

Fræðslusvið Reykjanesbæjar býður foreldrum inneign á foreldranámskeið

Öllum foreldrum tveggja ára barna í Reykjanesbæ stendur nú til boða að sækja námskeiðið „Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar“ því tvö námskeið eru framundan. Það fyrra hefst 3. október en það síðara 24. október og verða bæði haldin í Fjölskyldusetrinu í Reykjanesbæ. Fræðslusvið býður 3000 króna inneign á námskeiðið.

Á námskeiðinu er lögð áhersla á að kenna foreldrum leiðir til að vera samtaka í uppeldinu og skapa æskileg uppeldisskilyrði sem ýta undir færni sem líkt er til að nýtast barninu til frambúðar. Meðal þess sem leitast er við að kenna foreldrum er að:

  • ákveða hvaða hegðun og færni foreldrum finnst eftirsóknarverð í fari barnsins.
  • hafa raunhæfar væntingar til barnsins og gefa skýr skilaboð um til hvers er ætlast af því.
  • vera vakandi yfir æskilegri hegðun barnsins og bregðast við með athygli, hrósi eða annarri umbun.

Allar nánari upplýsingar og inneignarmiða má nálgast hér.  – 703KB