Nýjast á Local Suðurnes

Þrír af Suðurnesjum vildu sveitarstjórastöðu

Mynd: Grindavik.net

Tuttugu og einn sótti um stöðu sveitarstjóra Skútustaðahrepps í Suður-Þingeyjarsýslu, en ráðið var í stöðuna um miðjan september. Það var Þorsteinn Gunnarsson, fyrrverandi sviðsstjóri frístunda og menningarsviðs Grindavíkurbæjar sem hlaut starfið.

Tveir aðilar af Suðurnesjum sóttust eftir starfinu auk Þorsteins, þeir Björn Ingi Knútsson, ráðgjafi og Þorsteinn Valur Baldvinsson Hjelm, eftirlitsmaður.