Nýjast á Local Suðurnes

Þriggja mánaða töf á nýjum vef Reykjanesbæjar – Verkið á kostnaðaráætlun

Nýr upplýsingavefur Reykjanesbæjar átti að fara í loftið um miðjan júní, samkvæmt upphaflegum áætlunum, en verkið var boðið út í apríl síðastlinum og var hugbúnaðarfyrirtækið Snerpa á Akureyri hlutskarpast í útboðinu.

Núverandi vefur Reykjanesbæjar var tekinn í notkun árið 2010 og er orðinn tæknilega úreltur vegna örra tækninýjunga. Ekki var hægt að gera breytingar á núverandi vef, svo sem gera skalanlegan í öllum hugsanlegum tækjum, án mikils kostnaðar, því er nýr vefur gerður frá grunni og segir Svanhildur Eiríksdóttir, verkefnastjóri upplýsinga- og kynningamála hjá Reykjanesbæ að mikil vinna liggji þar að baki. Savanhildur segist gera ráð fyrir að nýr vefur sveitarfélagsins fari í loftið í september.

“Ástæðan er fyrst og fremst sumarleyfi. Ekki er verið að flytja efni af gamla vefnum yfir í  nýjan, nema í mjög litlu mæli og því liggur mikil vinna að baki. Margt starfsfólk kemur að sem hefur verið í sumarleyfum í mislangan tíma í sumar. Auk þess er þetta aukavinna sem leggjast á tengiliði vefjarins innan hvers sviðs. Óljóst ennþá [hvernær vefurinn fer í loftið (innsk. blm.)], en vonandi í september. Við munum ekki hleypa honum í loftið fyrr en við erum klár efnislega.” Sagði Svanhildur.

Aðspurð um kostnaðarhliðina sagði Svanhildur verkið vera í samræmi við kostnaðaráætlun, en þar sem hugbúnaðarfyrirtækið heimilaði ekki birtingu samningsins yrði hann ekki gerður opinber.

“Við erum bundin trúnaði vegna kosnaðarins og viðskiptaaðilinn, Stefna, vildi ekki leyfa birtingu á samningnum. Synjun á aðgangi að tilboðum er í kæruferli. Upphæð þess tilboðs sem tekið var að undangenginni verðkönnun var í samræmi við kostnaðaráætlun.” Sagði Svanhildur.

Þá tók Svanhildur fram að ef úrskurðarnefnd upplýsingamála heimilaði birtingu gagnanna væri hægt að óska eftir aðgangi að þeim gögnum gegnum Mitt Reykjanes, www.mittreykjanes.is, þegar þar að kæmi.