Nýjast á Local Suðurnes

Bjóða Seyðfirðingum gistingu um jólin

Hótel Keflavík hefur boðist til að leggja fjölskyldum frá Seyðisfirði lið eftir að miklar skriður hafa fallið á bæinn undanfarna daga og valdið gríðarlegu tjóni, meðal annars á hýbýlum fólks.

Hótelið býður þannig þeim sem vilja vera hjá vinum og vandamönnum fyrir sunnan og að gista yfir jól og áramót þjónustuna endurgjaldslaust.

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu hótelsins, en þar segir að þeir sem vilja nýta sér þetta boð skuli hafa samband við móttöku í síma 4207000 eða á netfangið stay@kef.is.