Nettó fyrsta lágvöruverðsverslunin sem sendi matvörur með dróna – Myndband!

Suðurnesjafyrirtækið Nettó var fyrst íslenskra fyrirtækja til að senda viðskiptavini sínum matvörur með dróna. Vörurnar voru sendar frá verslun fyrirtækisins í Mjódd, í gegnum nýja vefverslun fyrirtækisins, sem opnaði á dögunum og afhentar í Gufunesi.
Um var að ræða tilraunasendingu, en fyrirtækið stefnir á að gera íbúum höfuðborgarinnar kleift að fá mat og vörur sendar með dróna, eða flygildi. Verða íbúar höfuðborgarinnar þeir fyrstu í heiminum sem geta nýtt sér slíka þjónustu en fram til þessa hafa tilraunir með drónasendingar aðeins verið gerðar erlendis.
Það var Suðurnesjamaðurinn og ofursnapparinn Garðar Viðarsson sem framkvæmdi fyrstu pöntunina og tók á móti henni nokkrum mínútum síðar, ferlið er einfalt eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi sem kappinn deildi með vinum sínum á SnapChat.