Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara sigraði einvígið – Er efst í forkeppni fyrir Heimsleikana

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir heldur áfram að gera það gott í crossfit heiminum, en hún lagði sigurvegarann frá því á síðustu Heimsleikum, Katrínu Tönju Davíðsdóttur í einvígi í nótt. Einvígi sem þetta er hluti af þeim æfingum sem þarf að klára til þess að eiga möguleika á sæti á næstu Heimsleikum.

Ragnheiður Sara fékk 274 stig gegn 246 stigum Katrínar í keppninni í nótt, það setur hana í efsta sætið í forkeppni Heimsleikanna eftir fjórar greinar, Katrín tanja er í öðru sæti.

Hér má sjá keppnina frá því í nótt, einvígi Ragnheiðar Söru og Katrínar Tönju hefst á u.þ.b. 30. mínútu.