Nýjast á Local Suðurnes

Heimsleikarnir: Sara af stað klukkan 14 í dag – Fylgstu með í beinni!

Keppni á heimsleikunum í crossfit, sem fram fara í Carson í Kaliforníu verður framhaldið í dag, keppnin hefst klukkan 7 að staðartíma, eða 14 á íslenskum tíma. Ragnheiður Sara sigmundsdóttir verður í eldlínunni í dag, en hún er efst íslensku keppendana eftir fjórar þrautir, í fjórða sæti í heildarstigakeppninni.

Í dag verður keppt í þremur greinu, Murph, Squad Clean Pyramid auk einnar greinar sem ekki hefur verið tilkynnt. Hægt er að horfa á keppnina í beinni útsendingu á heimasíðu leikanna, en einnig býður Sporthúsið í Reykjanesbæ upp á beinar útsendingar frá keppninni á risaskjá og er öllum velkomið að kíkja við og horfa á keppnina.