Nýjast á Local Suðurnes

Maður sem leitað var að fannst í Grindavík

Maður sem leitað var að í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal er fundinn, heill á húfi.

Maðurinn hafði komist af sjálfsdáðum til Grindavíkur og hefur fengist staðfest að um sé að ræða manninn sem leitað var að, segir í frétt Vísis af málinu.

Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum bæði gangandi og á sex- og fjórhjólum og þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til að aðstoða við leitina.