Nýjast á Local Suðurnes

Guðmundur leiðir lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi

Guðmundur Auðunsson, stjórnmálahagfræðingur, skipar fyrsta sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Guðmundur hefur starfað í framkvæmdastjórn flokksins í tvö ár, segir í tilkynningu á vef flokksins. Guðmundur hefur lengst af búið í London.

Í öðru sæti er Birna Eik Benediktsdóttir framhaldsskólakennari og sex barna móðir. Hún er ættuð af suðurlandsundirlendinu og að vestan. Birna hefur starfað innan flokksins frá stofnun hans með ýmsum hætti og situr nú í framkvæmdastjórn hans. Birna fluttist til Danmerkur 18 ára gömul en býr nú á Selfossi.