Nýjast á Local Suðurnes

Kostar allt að fjögur þúsund krónur að leggja bifreið við gönguleiðina að gosinu

Kostnaður við bílastæði vegna gossins er frá eitt þúsund krónum og upp í fjögur þúsund krónur. Ef gjald er ekki greitt leggst þrjú þúsund og fimmhundruð króna álagning á gjaldið.

Landeigendafélag Ísólfsskála stendur fyrir gjaldskyldunni sem framkvæmd er með aðstoð smáforritsins Parka. Rafrænt eftirlit er með bílastæðunum en bæði er hægt að greiða fyrir þau í smáforritinu og á vefsíðu Parka

Gjaldið fyrir farartæki með eitt til sjö sæti er þúsund krónur. Þegar um er að ræða litla rútu, farartæki með átta til tuttugu sætum, kostar bílastæðið tvö þúsund krónur. Stórar rútur, með tuttugu eða fleiri sæti, borga svo fjögur þúsund krónur. Gjaldið miðast við einn sólarhring í senn.