Nýjast á Local Suðurnes

Flestir völdu nafnið Suðurnesjabær – Niðurstaðan ekki bindandi

Nafnið Suðurnesjabær hlaut flest atkvæði í könnun um nýtt nafn á sameinað sveitarfélag Garðs og Sandgerðis, en könnuninni lauk í gær.

Kosið var um þrjú nöfn, Heiðarbyggð hlaut 57 at­kvæði, eða 6,1%. Suður­nesja­bær hlaut 703 at­kvæði, eða 75,3%. Þá hlaut Sveit­ar­fé­lagið Miðgarður 160 at­kvæði, eða 17,1%.

Áður en könn­un­in hófst lýsti bæj­ar­stjórn því yfir að ef þátt­taka yrði yfir 50% og ef eitt nafn hlyti yfir 50% greiddra at­kvæða yrði niðurstaðan bind­andi fyr­ir bæj­ar­stjórn.

„Þar sem þátt­taka í kön­un­inni náði ekki 50%, þá er niðurstaða könn­un­ar­inn­ar ekki bind­andi fyr­ir bæj­ar­stjórn. Bæj­ar­stjórn mun taka málið fyr­ir á bæj­ar­stjórn­ar­fundi þann 7. nóv­em­ber og ákveða hvert fram­haldið verður. Þrátt fyr­ir að nú liggi fyr­ir hvaða nafn hlaut flest at­kvæði í könn­un­inni, þá þarf bæj­ar­stjórn að samþykkja hvert nafn sveit­ar­fé­lags­ins verði og ráðherra að staðfesta það. Það er því ekki komið nafn á sveit­ar­fé­lagið fyrr en bæði bæj­ar­stjórn og ráðherra hafa staðfest nafnið,“ seg­ir á vef sveit­ar­fé­lags­ins.