Nýjast á Local Suðurnes

Skemmdarverk unnin á nokkrum bílum – Biðla til foreldra að ræða við börn sín

Hluti þeirra bifreiða sem skemmdarverk voru unnin á stóðu á þessu plani í dalshverfi

Skemmdarverk voru unnin á nokkrum bifreiðum í Dalshverfi í Innri-Njarðvík í nótt. Talið er að hópur unglinga beri ábyrgð á skemmdarverkunum, en frá þessu er greint í umræðum í lokuðum hópi íbúa Innri-Njarðvíkur á Facebook. Þar kemur fram að málið sé komið inn á borð lögreglu.

Tjónið á bifreiðunum mun vera umtalsvert, en unnar voru skemmdir á að minnsta kosti þremur vörubifreiðum auk dráttarvagna. Í umræðum um málið er biðlað til foreldra að ræða við börn sín, en talið er að hópurinn telji um 8-10 unglinga.