Atli Már ráðinn upplýsingafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice
Blaðamaðurinn Atli Már Gylfason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Hátíðin fer fram í Laugardalnum daganna 21. til 23. júní en í sumar verður hún haldin í sjötta sinn.
Þetta kemur fram í Fréttablaðinu. Atli Már verður tengiliður fjölmiðla við framkvæmdaraðila Secret Solstice.
Atli segist spenntur fyrir verkefninu enda hafi hátíðin verið í uppáhaldi hjá honum.
„Það er frábær hópur sem kemur að skipulagningu og framkvæmd Secret Solstice í ár og útlit fyrir eina flottustu tónlistarhátíð landsins frá upphafi,“ segir Atli