Nýjast á Local Suðurnes

Meta hvort tilboð Ellerts Skúlasonar sé of hátt

Myndin tengist fréttinni ekki beint Mynd: Facebook/Ellert Skúlason

Vegagerðin mun meta hvort tilboði verktakafyrirtækisins Ellerts Skúlasonar hf. í byggingu undirganga undir Grindavíkurveg verði tekið en tilboðið var um 30% yfir kostnaðaráætlun stofnunarinnar.

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar staðfesti þetta í svari við fyrirspurn Suðurnes.net. G. Pétur sagði þetta venju þegar tilboð í verk væru þetta hátt yfir áætlunum og að málið yrði skoðað í þessu tilfelli. Tilboð fyrirtækisins hljóðaði upp á um 80 milljónir króna á meðan kostnaður við verkið var áætlaður um 60 milljónir króna af Vegagerðinni.

Stutt er síðan Vegagerðin hafnaði tilboði frá Ellert Skúlasyni og tveimur öðrum fyrirtækjum í tvöföldun Reykjanesbrautar þar sem þau höfðu ekki reynslu í sambærilegum verkefnum.