Nýjast á Local Suðurnes

Bryngeir hættur með Víði

Knattspyrnufélagið Víðir hefur ákveðið að slíta samstarfi við Bryngeir Torfason þjálfara liðsins frá og með deginum í dag. Sigurður Elíasson aðstoðarþjálfari Víðis tekur tímabundið að sér þjálfun liðsins en leit að eftirmanni Bryngeirs er þegar hafin, segir í tilkynningu frá Víði.

Víðismenn eru í 5. sæti annarar deildarinnar með átta stig eftir sex leiki, hafa unnið tvo leiki, gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum.

Knattspyrnufélagið Víðir þakkar Bryngeiri samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni, segir jafnframt í tilkynningunni.