Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á leið til Grænlands með hass í kílóavís

Erlendur karlmaður, sem millilenti hér á landi á leið sinni frá Kaupmannahöfn til Grænlands var stöðvaður af tollvörðum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í síðustu viku. Reyndist maðurinn hafa meðferðis sex kíló af hassi.

Við hefðbundið eftirlit fundu tollverðirnir hassið, sem pakkað hafði verið niður með farangri hans, og haldlögðu það. Lögreglan á Suðurnesjum fór með rannsókn málsins sem telst upplýst að því er segir í tilkynningu frá Tollstjóra.