Zeto fær styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka

Frumkvöðlafyrirtækið Zeto, sem staðsett er á Ásbrú hlaut í dag styrk úr frumkvöðlasjóði Íslandsbanks. Zeto hyggst setja á markað hreinar, lífvirkar húð-, hár- og sápuvörur úr kaldpressuðu þaraþykkni sem unnið er án kemískra efna. Vöruþróun og prófanir hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.
Njarðvíkingurinn Eydís Mary Jónsdóttir og félagar hennar í sprotafyrirtækinu Zeto lentu í þriðja sæti í frumkvöðlakeppninni Gulleginu í mars síðastliðnum og sagði Eydís við það tækifæri að prófanir á vörunni hafi staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.
“Þari er mikið rannsakaður og mikils metin í húðvörur vegna heilnæmis hans og mikils magns lífvirkra efna sem hafa sannaða virkni fyrir húðina. Vöruþróun og prófanir á húðvörum hafa staðið yfir í fjögur ár og eru fyrstu vörur fyrirtækisins tilbúnar til uppskölunar.” Sagði Eydís.
Alls fengu sex fyrirtæki afhenta styrki úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka í morgun. Samtals námu styrkirnir 10 milljónum króna en sjóðurinn úthlutar tvisvar á ári. Frumkvöðlasjóðurinn styrkir verkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku, sjálfbæran sjávarútveg og verndun hafsvæða.