Glæsilegt útsýnishús komið á sölu – Myndir!

Eitt af glæsilegri útsýnishúsum í Reykjanesbæ, með útsýni yfir Fitjarnar, Reykjanes, Esjuna og Akrafjall er komið á sölu.
Í lýsingu segir að húsið sé innréttað af Rut Káradóttur innanhús-arkitekt. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar hjá JBB-Tréverk. Efnisval er vandað og gæðamerki í öllum tækjum.
Birt stærð séreignar er 202,1 fm íbúðarrými ásamt 27,3 fm bílskúr eða samtals 229,4 fm skv. fasteignaskrár Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Ásett verð er rétt tæplega 144 milljónir króna.




