Nýjast á Local Suðurnes

Dagbjörg dælir nesti í viðbragðsaðila – Þakklátar fyrir styrki frá fyrirtækjum

Það hefur verið nóg að gera hjá Slysavarnadeild Dagbjargar í Reykjanesbæ, en deildin hefur séð um 100 manna teymi viðbragðsaðila fyrir næringu.

Í gær var til að mynda farið með á annað hundrað samlokur, flatkökur og brauðsneiðar smurðar, auk mikils magns af drykkjarföngum, kexi, snakki og snarli til Grindavíkur, samkvæmt stöðuuppfærslu á fésbókarsíðu félagsins.

þá kemur fram að nokkur fjöldi fyrirtækja hafi styrkt deildina með aðföngum, eins og sjá má hér fyrir neðan:

Það er gott að hægt sé treysta á náungann þegar á reynir. Við náðum í allskonar styrki í dag ásamt því að gefa um 80 manns að borða, segir í færslunni

Við viljum þakka

Myllan

Ms

Góa

Sómi

Krónan

Skólamatur

Gæðabakstur

Feedtheviking

Bluecarrental

Og aðrir styrktaraðilar.