Nýjast á Local Suðurnes

Pólskt góðgerðarfélag hóf hreinsunarátak í Helguvík

Pólska góðgerðarfélagið Zabiegani Reykjavík hefur farið af stað með hreinsunarátakið „Hverfið okkar“ og var ákveðið að hefja það í Reykjanesbæ. Tilgangurinn er að hvetja fólk, og þá sérstaklega ungt fólk, til að kynna sér umhverfismál og hvernig við göngum um jörðina okkar.

Framtakið tókst mjög vel en hópurinn  taldi um 25 manns, þar af tæpur helmingur börn. Umhverfismiðstöð Reykjanesbæjar útvegaði hanska og ruslapoka en hópurinn lét svo til sín taka og tíndu rusl í Helguvík og nágrenni. 

Það er vert að taka það fram að grunnstarfsemi félagsins, Zabiegani Reykjavík er fyrst og fremst stuðningur við fötluð börn sem þurfa langtíma hjálp við endurhæfingu. Megin markmið samtakanna er  að efla heilbrigði og styrkja samvinnu og tengsl á milli pólska og íslenska samfélagsins.