Nýjast á Local Suðurnes

Grindvíkingar halda toppsætinu

Fyrirfram var búist við hörkuleik þegar Augnablik tók á móti Grindavík í Fagralundi í kvöld, enda liðin í fyrsta og öðru sæti 1. deildar kvenna í knattspyrnu. Sú varð raunin og sættust liðin á 1-1 jafntefli.

Grindvíkingar sem náðu forystunni í leiknum þegar Lauren Brennan skoraði og kom þeim yfir, 1-0. Augnablik tókst þó að jafna þegar stutt var eftir af hálfleiknum og staðan í hálfleik því 1-1.

Síðari hálfleikur var síðan markalaus og liðin sættust því á jafnan hlut. Grindvíkingar halda því toppsæti deildarinnar með 15 stig eftir sex umferðir.