Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík í Pepsí-deildina – Sjálfsmark á lokamínútum varð Keflavík að falli

Grindavíkurstúlkur tryggú sér sæti í Pepsí-deild kvenna að ári, eftir 1-0 sigur á ÍR á Grindavíkurvelli í dag. Laura Brenn­an skoraði sigurmarkið á 37. mín­útu, en Grindavík vann fyrri leik liðanna 2-0 og einvígið því samanlagt 3-0.

Keflavíkurstúlkur voru óheppnar í kvöld, en þær léku gegn Haukum á Ásvöllum. Haukastúlkur unnu leikinn 3-1, en Keflavík hafði unnið fyrri leik liðanna 1-0. Þriðja mark Hauka og þar með markið sem tryggði þeim farseðilinn í Pepsídeildina, í stað Keflvíkinga, var sjálfsmark Keflvíkinga á 86. mínútu, en á þeim tímapunkti voru Keflavíkurstúlkur yfir á marki skoruðu á útivelli.