Nýjast á Local Suðurnes

Grindavík færist nær Pepsí-deildinni – Keflavík lagði Hauka

Grindavík og Selfoss skildu jöfn á JÁ verk-vellinum á Selfossi í kvöld. Með sigri hefðu Grindvíkingar nánast gulltryggt sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Selfyssingar jöfnuðu leikinn á 86. mínútu, eftir að Alexander Veigar Þórarinsson hafði komið Grindvíkingum í forystu á 72. mínútu.

Keflvíkingar eiga enn mjög veika von um sæti í Pepsí-deildinni, eftir 1-0 sigur á Haukum á Nettó-vellinum. Frans Elvarsson skoraði mark heimamanna á 17. mínútu.