Nýjast á Local Suðurnes

Vinna fyrir 552 krónur á tímann við umhirðu og snyrtingu

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Í Sandgerði stendur unglingum til boða að velja sér áhugasvið og fá að vinna óhefbundin verkefni þeim tengd í vinnuskólanum 3S. Einnig verður í boði fyrir 9. bekk að taka þátt í verknámssmiðjum í FS. Að öðru leyti sér 3S um umhirðu og snyrtingu bæjarins.

Vinnutímabilið er sjö vikur frá og með 12. júní næstkomandi og hefur verið opnað fyrir umsóknir. Tímakaupið í Sandgerði er á bilinu frá 552 krónum til 825 krónua og fer eftir aldri.

Nánari upplýsingar um vinnuskóla 3S má finna hér.