Nýjast á Local Suðurnes

Þrítug Þruma í Grindavík – Öflug starfsemi í vetur

Félagsmiðstöðin Þruman fagnar 30 ára afmæli í haust og verður haldið upp á það með pompi í pragt á félagsmiðstöðvardaginn 9. nóvember næstkomandi. Nemenda- og Þrumuráð mun halda utan um skipulagninguna í samstarfi við starfsfólk Þrumunnar.

Dagskrá Þrumunnar í vetur fyrir unglingastig og miðstig verður unnin í samráði við nemenda- og Þrumuráð. Hún verður gefin út um mánaðarmótin og hefst skipulagt tómstundastarf í kvölddagskrá Þrumunnar 5. september og verður nánar auglýst síðar.

Stórir viðburðir fram að áramótum (drög): 

Opnun Þrumunnar 5. sept.
Opnunarball 23. sept.
Starfsdagar Samfés 15.-16. sept. (eingöngu starfsfólk) Landsmót Samfés 9.-11. okt. í Kópavogi
Halloweenball Félagsmiðstöðvardagurinn mið. 9. nóv. – 30 ára afmæli Þrumunnar
Rímnaflæði fös. 18. nóv.
Hæfileikakeppni Samsuð 2. des.
Jólaball 16. des.