Nýjast á Local Suðurnes

700 söngmenn þenja raddir um helgina

Reykjanesbær mun fyllast af syngjandi karlakóramönnum um helgina þegar Kötlumótið 2015 verður haldið í bænum. Þátttakendur eru 18 kórar sem innihalda um 700 söngmenn.

Undirbúningur Kötlumótsins hefur staðið lengi, en stórmót sem þessi eru haldin á 5 ára fresti. Að þessu sinni er Karlakór Keflavíkur gestgjafi. Reykjanesbær er vel í stakk búinn að taka á móti þessum fjölda gesta.

Bæði léttsveit og lúðrasveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar taka þátt í kóramótinu á stórtónleikum sem haldnir verða í Atlandic Studios á Ásbrú laugardaginn 17. október kl. 16:30. Að auki koma fram einsöngvararnir Jóhann Smári Sævarsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson með þeim rúmlega 700 kórmönnum sem þegar hafa verið nefndir. Margir smærri tónleikar verða einnig víðsvegar um bæinn.