Nýjast á Local Suðurnes

Í Holtunum heima flutt inn

Tónlistarhátíðin í Holtunum heima, sem haldin er á Ljósanótt verður haldin í Stapa þetta árið þar sem veðurhorfur eru slæmar.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu viðburðarhaldara.

Kæri tónleikagestur

Því miður er veðurspáin fyrir næsta föstudag afar slæm. Til að eyða allri óvissu og tryggja öryggi allra höfum við því tekið ákvörðun um að færa tónleikana þetta árið inn í Stapa.

Dagskrá og tímasetningar haldast óbreyttar. Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 20.30.

Veitingasala verður á vegum Hljómahallar. Vakin er athygli á því að gestir yngri en 18 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.

Hlökkum til að sjá þig og gleðilega Ljósanótt.