Nýjast á Local Suðurnes

Jón og Gunnar með tónleika í tilefni 50 ára afmælis Stapa

Í tilefni 50 ára afmælis Stapa verða haldnir stórtónleikar í hinu sögufræga félagsheimili en húsið var vígt þann 23. október 1965.

Spjalltónleikaröðin Af fingrum fram hefur gengið fyrir fullu húsi í Salnum, Kópavogi síðustu sex árin og nú mætir gestgjafinn í Stapann ásamt sjálfum Gunnari Þórðarssyni sem þarf vart að kynna fyrir Suðurnesjamönnum. Lög þessa meistara melódíunnar eru löngu greypt í þjóðarsálina og mun hann flytja sín þekktustu lög milli þess sem hann rabbar við Jón Ólafsson um einstakan tónlistarferil og lífshlaup.

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Húsið opnar kl. 19:30.