Nýjast á Local Suðurnes

Bláa lónið opnar á ný fyrir gesti

Bláa lónið opn­ar fyr­ir gest­um á morg­un. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

Í tilkynningunni kem­ur fram að ákvörðunin hafi verið tek­in í sam­starfi við yf­ir­völd. Fyr­ir­tækið seg­ir að tryggt verði áfram­hald­andi ör­yggi og að sér­fræðing­ar fylgj­ast náið með svæðinu.

Veit­ingastaðirn­ir Lava og Moss og heilsu­lind­ir lóns­ins verða opnuð á nýj­an leik. Þá verður einnig hægt að gista á hót­elum fyr­ir­tæk­is­ins; Silica og Retreat. 

Í til­kynn­ing­unni kem­ur einnig fram að gest­ir þurfi að fara aðra leið til að kom­ast að lón­inu vegna trufl­ana á aðkomu­vegi lóns­ins.