Nýjast á Local Suðurnes

Björn Axel er genginn til liðs við Njarðvíkinga

Njarðvíkingar hafa fengið liðstyrk í baráttunni í annari deildinni í knattspyrnu því  Björn Axel Guðjónsson markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili er gengin á ný til liðs við Njarðvík frá Gróttu.

Björn Axel lék með Njarðvíkingum árið 2014 og varð markahæsti leikmaður liðsins það tímabil, hann skipti yfir í Gróttu í vetur en náði ekki að festa sig í sessi hjá uppeldisfélaginu.

Björn Axel staldrar þó stutt við hjá Njarðvíkingum því hann er á leið til Ameríku í nám um næstu mánaðarmót en ætti að vera liðtækur í næstu þrjá leiki með liðinu.