Nýjast á Local Suðurnes

40 kynferðisbrot til rannsóknar hjá lögreglu á síðasta ári

Miklar mannabreytingar draga úr ákærum

Embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum fær eins og gefur að skilja fjölda afbrota til rannsóknar á ári hverju, á milli 3-400 mál leiða til ákæru, samkvæmt ársskýrslu Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir árið 2014 sem birt var fyrir skömmu.

Miklar mannabreytingar draga úr ákærum

Á lögfræðisviði Lögreglustjórans á Suðurnesjum eru þrjú stöðugildi lögfræðinga, helstu verkefni lögfræðisviðs eru fólgin í útgáfu ákæra og málflutningur í héraði í þeim sakamálum sem eru á forræði lögreglustjóra og útgáfa sektargerða. Auk sinnir embættið afgreiðslu ýmissa stjórnsýsluerinda, svo sem umsagnir vegna umsókna um ríkisborgararétt, afgreiðslu umsókna um endurveitingu ökuréttinda, einnig sér embættið um bakgrunnsskoðanir vegna aðgangsheimilda að haftasvæði Keflavíkurflugvallar.

Árið 2014 var mjög annasamt hjá lögfræðisviði embættisins, segir í skýslunni. Einkenndist síðari hluti ársins af miklum mannabreytingum á sviðinu en tveir af þremur lögfræðingum fóru í ársleyfi til að sinna störfum á öðrum vettvangi á haustmánuðum. Að sama skapi hófu tveir lögfræðingar störf á sviðinu. Af þessum sökum dró verulega úr útgáfum ákæra á árinu í samanburði við fyrri ár. Helsta markmið embættisisns fyrir næsta ár verður því að koma útgáfum á ákærum í sama form sem fyrr.

woman-228177_1280

40 kynferðisbrot rötuðu inn á borð lögreglu árið 2014

40 kynferðisbrot til rannsóknar

Sú hrina kynferðisbrota sem kom til rannsóknar árið 2013, en þá voru 42 brot til rannsóknar, virðist ekki alfarið hafa gengið til baka ef litið er til þess að 40 mál komu til rannsóknar árið 2014. Er þá litið framhjá þeim mikla fjölda vændiskaupamála sem komu til kasta deildarinnar 2013. Mikill fjöldi kynferðis- og líkamsásrásarbrota 2013 og 2014 hafði þau áhrif að rannsóknartími lengdist og kom nokkuð bakslag í þann árangur  að stytta rannsóknartímann sem náðst hafði árin á undan.