Nýjast á Local Suðurnes

Opna nýja inniaðstöðu fyrir golfara í Akademíunni – Mikil lyftistöng fyrir klúbbana

Reykjanesbær mun opna nýja inniaðstöðu fyrir Golfklúbb Suðurnesja og Púttklúbb Suðurnesja í Íþróttaakademíunni við Krossmóta 58 föstudaginn 28. október næstkomandi. Opnunarhátíð verður haldin af því tilefni kl. 16:30 og verður ýmislegt til gamans gert.

Inniaðstaðan í Íþróttaakademíunni eru tveir salir á annarri hæð. Aðstaðan er mikil lyftistöng fyrir báða klúbbana. Hægt verður að æfa pútt, slá í net og nota golfhermi. Yngsti og elsti kylfingur GS munu slá fyrstu höggin við opnunina og haldin verður púttkeppni. Verðlaun verða veitt fyrir fæstan höggafjölda. Allir eru velkomnir og boðið verður upp á kaffi og með því, segir í tilkynningu.