Nýjast á Local Suðurnes

Fellihýsi losnaði aftan úr bifreið og rann á aðra

Umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær er fellihýsi losnaði aftan úr bifreið og hafnaði á annarri sem var nærri. Engin slys urðu á fólki.

Þá var bifreið var ekið aftan á aðra á Reykjanesbraut á föstudag og hafnaði fyrrnefnda bifreiðin utan vegar á vegriði við áreksturinn. Ökumaður hennar var grunaður um ölvunarakstur. Ökumaður bifreiðarinnar sem ekið var aftan á slasaðist og þurfti að sauma nokkur spor í andlit hans til að loka skurði sem hann hlaut við aftanákeyrsluna.

Fleiri umferðaróhöpp hafa orðið á undanförnum dögum, en þau hafa verið minni háttar og engin teljandi slys á fólki.