Nýjast á Local Suðurnes

Félagar í Leikfélagi Keflavíkur halda uppi stemningu í Ævintýragöngu fjölskyldunnar

Ævintýraganga fjölskyldunnar á Þorbjarnarfell við Grindavík fer fram á vegum Reykjanesbæjar í samstarfi við gönguhóp Suðurnesja og Grindavíkurbæ laugardaginn 11. maí kl. 10:30. Gangan er farin í tengslum við málþingið „Út að leika,“ og Barnahátíð í Reykjanesbæ.

Gangan er ætluð allri fjölskyldunni og munu félagar úr Leikfélagi Keflavíkur sjá um að halda uppi góðri stemningu í göngunni. Þá munu félagar úr Björgunarsveitinni Suðurnes fylgja göngufólki alla leið. Fjölskyldur er hvattar til að fjölmenna og taka með sér nesti og góða skapið. Lagt verður af stað frá bílastæðum við Þorbjörn.