Nýjast á Local Suðurnes

Svíarnir ánægðir með að fá Elías Má – “Vinnusamur leikmaður með frábæra tækni”

Keflvíski framherjinn Elías Már Ómarsson hefur verið lánaður frá norska félaginu Valerenga til sænska liðsins IFK Gautaborg út tímabilið.

Í tilkynningu á heimasíðu sænska liðsins kemur fram að Elías muni mæta á sína fyrstu æfingu hjá liðinu á morgun og að menn þar á bæ séu ánægðir með að fá kappann í sínar raðir, enda sé um að ræða “vinnusaman leikmann, sem hafi einstaklega góða tækni maður-á-mann”

Í tilkynningunni er haft eftir Elíasi að hann hlakki til að spila fyrir Gautaborgar-liðið, enda stefni félagið ávallt á að vinna titla. Þá segir Elías að það hafi hjálpað til við ákörðunina að íslendingur sé fyrir hjá liðinu.