Nýjast á Local Suðurnes

Fjórar öflugar stúlkur framlengja hjá Njarðvík í körfunni

Björk Gunnarsdóttir hefur framlengt samning við uppeldisfélagið Njarðvík, ásamt þeim Júlíu Steindórsdóttir, Soffíu Skúladóttir og Ásu Böðvarsdóttir.

Björk er ung að aldri en hefur verið lykilleikmaður frá því hún kom inn í meistaraflokk og er einnig lykilleikmaður U18 ára landsliðsins. Júlia fékk þann heiður nú í vetur að fá Áslaugar bikarinn afhentan. Soffia hefur verið lykilleikmaður seinustu ár auk þess að vera fyrirliði síðasta tímabils. Ása hefur verið viðloðandi meistaraflokk seinustu ár og er mikilvægur hlekkur í stúlknaflokk.

“Þá er hópurinn alveg að verða mannaður af flottum en ungum stelpum sem hlakka mikið til að taka stökkið í djúpu laugina án handakúta 🙂

Óskum við þeim sem hafa skrifað undir til hamingju og hlökkum við til að fylgjast með ykkur í vetur og í framtíðinni.” Segir í tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur.