Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær stendur fjárhagslega verst – Skuldir á hvern íbúa 3,6 milljónir króna

Reykjanesbær stendur fjárhagslega verst allra sveitarfélaga á landinu. Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins (A- og B-hluti) námu 43,6 milljörðum króna um síðustu áramót, sem jafngildir 3,6 milljónum króna á hvern íbúa 16 ára og eldri. Þrátt fyrir staðan sé slæm í Reykjanesbæ skánaði hún aðeins milli ára. Skuldaviðmiðið lækkaði úr 234% í 231%.

Þetta kemur fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins um skuldastöðu sveitarfélaga landsins. Í umfjölluninni kemur fram að staðan sé næstverst í Fljótsdalshéraði á Austurlandi. Fljótsdalshérað var verst setta sveitarfélagið í fyrra með skuldaviðmið upp á 246% en um síðustu áramót var það komið niður í 207%. Heildarskuldir Fljótsdalshérað nema tæpum 8,8 milljörðum króna sem jafngildir 3,3 milljónum á hvern íbúa 16 ára og eldri.