Nýjast á Local Suðurnes

Vinsælasta YouTube stjarna heims heimsótti Bláa lónið – 1.000.000 áhorf á fimm tímum!

Vinsælasta YouTube-stjarna heims heimsótti Ísland á dögunum, en kappinn kíkti meðal annars í Bláa lónið og flaug á þyrlu yfir Reykjanesið. Um er að ræða Svíann Felix Kjellberg, en hann kallar sig PewDiePie á myndbandaveitunni vinsælu og eru tæplega 57 milljónir manna áskrifendur að YouTube-rás hans. Kjellberg er einnig sá sem þénar mest allra á YouTube þáttum sínum, en tekjur hans á síðasta ári námu um 1,5 milljarði króna.

Myndbandið hefur vakið töluverða athygli, en um ein milljón manna hefur horft á það á aðeins fimm klukkustundum, en það þarf þó ekki að vekja mikla undrun þar sem myndbönd hans eru samtals með tæplega 16 milljarða áhorfa frá upphafi.