Hættustigi lýst yfir á Keflavíkurflugvelli
Flugvél á leiðinni frá Frankfurt til Chicago lenti á Keflavíkurflugvelli fyrir á níunda tímanum. Hættustigi var lýst yfir á Keflavíkurflugvelli fyrir lendinguna þegar flugmenn flutningavélar Air Atlanta tilkynntu um að hugsanlega væri eldur laus um borð í vélinni.
Vísirhefur eftir Gretti Gautasyni, staðgengli upplýsingafulltrúa hjá Isavia, að upp hafi komið merki um vélartruflun og því var ákveðið að lenda vélinni til að ganga úr skugga um að allt væri í lagi. Starfsmenn flugvallarins hafi brugðist rétt við og ræst út viðeigandi hættustig.
Vélin er af gerðinni Boeing 747, búið er skoða hana og hefur neyðarstigi verið aflétt.