Nýjast á Local Suðurnes

Keflvíkingar endurnýja ekki samning við Hill

Bandaríski körfuknattleiksmaðurinn Jerome Hill sem gekk til liðs við Keflvíkinga frá Tindastóli í byrjun febrúar mun ekki leika með liðinu á næsta tímabili. Þetta er haft eftir formanni Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur Ingva Þór Hákonarsyni á Vísi.is.

Hill, sem kom í stað Earl Brwn Jr.,  lék 11 leiki fyrir Keflvíkinga og skoraði að meðaltali 21,5 stig og tók 12 fráköst í leik. Þá kemur einnig fram í frétt Vísis að Ingvi Þór geri ráð fyrir að þjálfarar liðsins, þeir Sigurður Ingimundarson og Einar Einarsson, verði áfram með liðið.