Nýjast á Local Suðurnes

Ríkið eignast hlut í sprotafyrirtæki á Ásbrú

Gagnageymsla Azazo á Ásbrú

Hlutur Glitnis í fagfjárfestasjóðnum Auði 1 hefur verið framseldur til ríkisins sem hluti af stöðugleikaframlagi, samkvæmt upplýsingum frá Glitni. Við það hefur ríkið eignast óbeinan eignarhlut í fimm fyrirtækjum. Fyrirtækin sem um ræðir eru Ölgerðin, 365, Íslenska gámafélagið, Já.is og Azazo.

Það er Viðskiptablaðið sem greinir frá þessu, þar kemur fram að ríkið eignist óbeint tæplega 1% hlut í sprotafyrirtækinu Azazo sem staðsett er á Ásbrú. Fyrirtækið var stofnað í lok árs 2007 en hét þá Gagnavarslan ehf, árið 2012 breyttist rekstrarform félagsins í hf. og nafni fyrirtækisins var breytt í Azazo, ástæðan fyrir nýju nafni er meðal annars sú að fyrirtækið er að búa sig undir markaðssetningu og sölu þjónustu fyrirtækisins á erlendri grundu.

Athyglisvert: Mjög svo athyglisvert!

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru eins og áður segir á Ásbrú, en þar hefur það yfir að ráða 4500 fm húsnæði sem áður hýsti vörulager og stóra matvöruverslun fyrir hermenn og fjölskyldur þeirra. Húsnæðið geymir nú skjöl, muni, listaverk, menningarminjar o.m.fl. þar sem kröfum um öryggis- og aðgangsstýringar er fylgt eftir til hins ýtrasta.