Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrverandi bæjarstjórar í Garði tókust á í ræðupúlti alþingis

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Oddnýjar G. Harðardóttur, formaður Samfylkingarinnar tókust á á alþingi í dag, en Ásmundur tók til máls undir liðnum störf þingsins og beindi fyrirspurn til Oddnýjar varðandi orðræðu þá sem hluti Samfylkingarmanna hefur haft uppi um hann og átti þá við ummæli Semu Erlu Serdar, formanns framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, sem sagði þingmanninn „ala á ótta“ og viðhafa rasískar skoðanir.

Frá þessu er greint á Vísi.is, en þar kemur fram að Oddný hafi tekið næst til máls og byrjaði á því að segja að hún hefði aldrei hrósað nokkrum manni fyrir að kalla annan mann rasista. „Í Samfylkingunni ríkir málfrelsi og formaðurinn segir félögum ekki hvað má segja og hvað má ekki segja.“

Oddný lagði áherslu á það að fólk gætti orða sinna, myndi varast það að fella dóma og að særa fólk. Það ætti ekki síst við um háttvirta þingmenn. „Þegar háttvirtur þingmaður lagði til á Facebook og í fjölmiðlum að bakgrunnur íslenskra múslima yrði kannaður þá urðu margir reiðir og sárir.“