Nýjast á Local Suðurnes

Rænulítill með fíkniefni í vettlingi

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af manni sem tilkynnt hafði verið um að lægi í bifreið við Njarðvíkurbraut. Þegar lögreglumenn komu á vettvang reyndist maðurinn vera rænulítill vegna fíkniefnaneyslu. Á læri hans lá poki með hvítu dufti. Sjúkraflutningamenn mættu einnig á vettvang og meðan þeir voru að ræða við viðkomandi framvísaði hann vettlingi með meintum fíkniefnum.  Eftir að hafa skoðað manninn og hlúð að honum þótti ekki ástæða til að flytja hann undir læknis hendur og kaus hann að fara sína leið fótgangandi.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja  til að koma á framfæri nafnlausum upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.

Einnig er hægt að koma ábendingum á framfæri á Facebook – síðu lögreglunnar á Suðurnesjum: https://www.facebook.com/lss.abending/