Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara í þriðja sæti fyrir lokaátökin

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í þriðja sæti fyrir lokaátökin á heimsleikunum í crossfit, en einungis 12 stigum munar á henni og Tia-Clair Toomey, sem er á toppnum, þá munar aðeins tveimur stigum á Söru og Katrínu Tönju, sem er í öðru sæti. Keppt verður í fjórum greinum í dag og hefst keppni klukkan 16:15 á íslenskum tíma.

Sara hefur staðið sig mjög vel hingað til og hefur til að mynda ekki lent neðar en 17. sæti í neinni grein og yfirleitt verið á meðal 10 efstu.

Hægt er að skoða stöðuna í keppninni hér.