Nýjast á Local Suðurnes

Áfram frítt í söfnin

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur samþykkt tillögu menningar- og atvinnuráðs þess efnis að frítt verði í söfn bæjarins til 1. september næstkomandi.

Er ákvörðunin liður í að stuðla að vellíðan íbúa sem er ein af stefnuáherslum Reykjanesbæjar enda ljóst að heimsóknir í söfnin geta svo sannarlega veitt andlega næringu og upplyftingu á þeim erfiðu tímum sem nú ríkja, segir í tilkynningu á vef sveitarfélagsins.