Nýjast á Local Suðurnes

Logi Gunnarsson tekur við þjálfun yngri flokka UMFN af Einari Árna

Unglingaráð körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur ráðið Loga Gunnarsson sem næsta yfirþjálfara yngri flokka félagsins til þriggja ára. Hann tekur við starfinu af Einari Árna Jóhannsyni sem hefur verið í því starfi hjá félaginu um nokkura ára skeið.

Logi hefur verið atvinnumaður í körfuknattleik í yfir 10 ár og á þeim tíma sankað að sér mikilli reynslu sem hann mun nú miðla til yngri iðkenda og þjálfara hjá félaginu.