Nýjast á Local Suðurnes

Rukka notendur náist ekki að losa sorpílát

Terra, sem sér meðal annars um sorphirðu í Reykjanesbæ mun hefja nýja gjaldtöku um áramót. Frá þessu er greint í tilkynningu frá fyrirtækinu en gjaldið verður innheimt nái fyrirtækið ekki að losa sorpílát af ýmsum ástæðum.

Tilkynning fyrirtækisins í heild sinni:

Í þau skipti sem að við keyrum til viðskiptavina okkar en náum ekki að tæma ílát (tunnur og kör)  þeirra vegna aðstæðna sem eru ekki í okkar höndum, munum við nú, frá og með 1 janúar, byrja að taka gjald fyrir heimsóknina. Ástæðan fyrir þessu gjaldi er að ekki næst að tæma ílátið í þeirri heimsókn og þurfum við að koma aðra ferð, með tilheyrandi óhagræði, kostnaði og kolefnisspori. Gjaldið endurspeglar ekki kostnaðinn við heimsóknina og hugsum við gjaldtökuna frekar sem  beiðni og hvatningu til okkar viðskiptavina og um að búa um hlutina þannig að ílátin séu okkur aðgengileg til tæmingar.

Aðstæður sem um er að ræða eru:

  • Bíll er fyrir íláti. (Á sumum stöðum er hægt að setja upp skilti þar sem bílum er bannað að leggja á því svæði)
  • Ílát finnst ekki (Ef breyta á staðsetningu íláts, vinsamlegast látið okkur vita. Einnig þarf að passa að ílátið sé ekki læst inn í geymslu sem við höfum ekki aðgang að)
  • Ófært er að íláti (Passa þarf að moka snjó frá ílátinu og fjarlægja lausamuni sem hindra aðgang)
  • Flokkun er ófullnægjandi, svo að við þurfum að koma aðra ferð á bíl sem tekur óflokkaðan úrgang (Hægt er nálgast flokkunarleiðbeiningar á terra.is eða hjá starfsmönnum Terra í síma 535-2500)

 Biðjum við viðskiptavini okkar um skilning á þessum breytingum og vonum við að það leiði til þess að við náum að afgreiða þá enn betur og skilvirkar en áður.

Takk fyrir að flokka og hugsa um jörðina okkar.